Ísland á að vera hálaunaland.

Tek undir kröfur láglaunastéttanna að auðvitað á atvinnulífið að greiða sómasamleg laun og lægstu laun verða að hækka a.m.k. í 300 þús. Persónuafslátt á að nota til lífskjarajöfnunar með því að hækka tekjuskattsprósentu á laun umfram skattleysismörk. Til þess að halda umræddum 300 þús að mestu í buddunni (276 þús, frádregin 4% í lífeyrissjóð og 4% í séreignasparnað = 24 þús) þarf persónuafslátturinn að verða 102 þús. Þá gætum við haft óbreytt skattþrep að 300 þús og síðan eitt skattþrep á tekjur yfir 300 þús t.d. 50%. Þá greiðir sá, sem hefur 600 þús í laun, 150 þús í tekjuskatt, 48 þús í lífeyrissjóð og á eftir 400 þús. Ísland með allan sinn auð, þar með talinn mannauðinn, á að vera HÁLAUNALAND. Framsóknarflokkurinn á að róa að því öllum árum. Ályktun flokksþingsins var þarft innlegg og fyrsta skref í rétta átt.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband