Vetrarsólhvörf

Að marg gefnu tilefni langar mig að kynna fyrir blaðamönnum Mbl fallegt, gamalgróið og einstaklega lýsandi orð sem notað var hér áður fyrr um stysta dag ársins. Vetrarsólhvörf hafa af einhverjum óskiljanlegum ástæðum vikið fyrir nýyrðinu vetrarsólstöðum sem mér finnst sýnu lakara og nánast mótsagnakennt. Auðvitað má reyna að réttlæta vetrarsólstöður með tilvísan til heildarsýnar á jörðina en á meðan við búum á norðurhveli er þá ekki eðlilegra að við miðum málfar okkar við afstöðu okkar til sólarinnar en ekki andfætlinga okkar. Hvað veldur að blaðamenn moggans forðast eins og heitan eldinn að nota orðið vetrarsólhvörf, þekkja þeir það ekki eða er þette dæmigerð kranablaðamennska? Ég sendi Óðni Jónssyni á RÚV tölvupóst fyrir vetrarsólhvörf í fyrra til að minna á þetta góða orð og viti menn, það virkaði! Núna var það líka notað í fréttum kl. 11 en samt þurfti að bæta við "eða vetrarsólstöður" svona til að missa sig ekki alveg í málfarsvöndun. Koma svo, Moggarar!!!!
mbl.is Daginn tekið að lengja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einhvers staðar heyrði ég að það tæki sólina þrjá daga að "snúa við" (hækka á himni). Á meðan á þessum þremur dögum stæði, þá væri sólin nokkurn veginn á sama stað. Þannig að orðið vetrarsólstöður eiga líka við, ef þetta er rétt.

Annars er það heiðinn siður að halda upp á þennan dag, enda þótt hinir kristnu hafi rænt jólunum á sínum tíma. Í San Francisco safnast stór hópur fólks á ströndinni til að halda upp á allt mögulegt tengt vetrarsólhvörfunum: lengstu nótt ársins/síðustu nótt haustsins, byrjun vetrar og lengingu dagsins. Fólkið  kveikir bálköst og fer í nektarsund í flóanum, sem er falleg og táknræn athöfn.

Pétur (IP-tala skráð) 21.12.2012 kl. 19:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband