19.4.2015 | 12:37
Ísland á að vera hálaunaland.
Tek undir kröfur láglaunastéttanna að auðvitað á atvinnulífið að greiða sómasamleg laun og lægstu laun verða að hækka a.m.k. í 300 þús. Persónuafslátt á að nota til lífskjarajöfnunar með því að hækka tekjuskattsprósentu á laun umfram skattleysismörk. Til þess að halda umræddum 300 þús að mestu í buddunni (276 þús, frádregin 4% í lífeyrissjóð og 4% í séreignasparnað = 24 þús) þarf persónuafslátturinn að verða 102 þús. Þá gætum við haft óbreytt skattþrep að 300 þús og síðan eitt skattþrep á tekjur yfir 300 þús t.d. 50%. Þá greiðir sá, sem hefur 600 þús í laun, 150 þús í tekjuskatt, 48 þús í lífeyrissjóð og á eftir 400 þús. Ísland með allan sinn auð, þar með talinn mannauðinn, á að vera HÁLAUNALAND. Framsóknarflokkurinn á að róa að því öllum árum. Ályktun flokksþingsins var þarft innlegg og fyrsta skref í rétta átt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.3.2015 | 00:55
Héðinn Unnsteinsson er maður dagsins.
Það er ekki á hverjum degi sem maður situr límdur við sjónvarpið frá og með fréttum og til klukkan ellefu. En í kvöld, miðvikudaginn 25. mars, var veisluborð hlaðið krásum og meira en það; þær voru allar íslenskar! Fyrst áhrifamikið Kastljós sem ég kem síðar að. Þá tók við skólahreysti, alveg frábært sjónvarpsefni og Boxið í sama anda þar sem unga fólkið á svo sannarlega sviðið, síðan Kiljan góð að vanda og eftir tíufréttir tók við hestaþáttur fjölmiðlastjörnunnar Huldu G. Geirsdóttur sem kann svo vel að gera hestamennskunni góð skil.
En hápunktur kvöldsins var einlæg frásögn Héðins Unnsteinssonar af glímu sinni við geðhvörf og ennþá erfiðari glímu við heilbrigðiskerfið og lyfjamafíuna. Ég hef fylgst með Héðni frá því að ég kenndi þessum góða dreng í menntaskóla og síðan úr fjarlægð og einstöku sinnum hitt hann á förnum vegi. Hann hefur verið einstakur baráttumaður fyrir betri heilbrigðisþjónustu fyrir geðsjúka og fór m.a. í framhaldsskóla landsins í þeim tilgangi að draga leyndarhjúpinn og skömmina af þessum sjúkdómi sem allt of lengi hefur viðgengist í samfélaginu. Hann hefur unnið hjá heilbrigðisráðuneyti og nú hjá forsætisráðuneyti. Hann vann um tíma hjá alþjóða heilbrigðisstofnuninni WHO en hætti þar af því honum ofbauð máttur kapítalsins.
Sýn hans á tilgang kerfa sem eiga að takast á við skilgreind vandamál/verkefni svo sem heilbrigðiskerfisins er einkar sannfærandi: "Kerfið þarf að þjóna skjólstæðingum sínum og hafa það að markmiði að eyða sjálfu sér" þ.e. þjóna svo vel að ekki verður þörf fyrir það.
Upp úr standa lokaorð hans í Kastljósþættinum: "Það eru ofboðslegir hagsmunir fólgnir í því að halda fólki skuldugu, veiku og fátæku!
Þennan mann þarf að virkja til góðra verka.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.3.2015 | 18:39
Bóndi er bústólpi - bú er landstólpi
Það var gaman að vera við setningu Búnaðarþings sl. sunnudag. Þar fór saman góð blanda innihaldsríkra ávarpa og söngs undir öruggri stjórn Brynju og Braga Orðbragðarefa. Sindri formaður fer afskaplega vel af stað með því að færa setningu þingsins í hið nýja hjarta Reykjavíkur og landsins alls, Hörpu. Með því hefur honum tekist að vekja athygli á landbúnaði og störfum bænda langt umfram það sem áður var. Öll umgjörð setningarinnar bar vitni mikils metnaðar og fullvissu um að hér var um merkisviðburð að ræða. Það er líka vert að geta þess hve bændastéttin hefur verið lánssöm með val á formönnum. Þeir hafa verið hver öðrum frambærilegri svo maður telji t.d. aðeins upp alla þá sem gegnt hafa embættinu frá því Búnaðarfélag Íslands og Stéttasamband bænda sameinuðust. Jón Helgason í Seglbúðum, Haukur Halldórsson í Sveinbjarnargerði, Ari Teitsson í Brún, Haraldur Benediktsson á Vestri-Reyni og Sindri Sigurgeirsson í Bakkakoti. Ræða Sindra var málefnaleg og beinskeytt. Hann lagði áherslu á bjarta framtíð greinarinnar og gríðarleg tækifæri í bráð og lengd. Þá svaraði hann myndarlega árásum og niðurrifshjali talsmanna Samtaka verslunar og þjónustu og Félags atvinnurekenda sem ekki geta skilið að tollvernd er nauðsynlegri íslenskum landbúnaði þar sem innflutt matvæli eru 50% neyslunnar samanborið við 10% í ESB. Landbúnaðarráðherra veitti landbúnaðarverðlaunin kúabúinu á Búrfelli í Vatnsdal A-Hún. og kúa- og ferðaþjónustubúinu í Efstadal 2 í Laugardal. Í ræðu sinni daginn eftir sendi hann bændum sterk skilaboð um að áherslur muni breytast í tillögum ráðherra að nýjum búvörusamningi. Þar vill hann koma samningum garðyrkju-, sauðfjár- og kúabænda inn í einn rammasamning og færa beingreiðslur að hluta til frá framleiðslumagni til gripa og ræktunar. Auk þess lagði hann áherslu á að lengja samningtímann, helst upp í 10-15 ár. Með því móti gætu bændur skipulagt fjárfestingar sínar og framleiðslu og tekið lán til langs tíma í ásættanlegu umhverfi. Allt þetta virðist horfa til bóta fyrir þennan undirstöðu atvinnuveg og því var ömurlegt að heyra í Helga Hjörvar á Alþingi í dag þar sem hann taldi að ekki mætti semja til lengri tíma en sem svarar einu kjörtímabili svo hans líkar, ef kæmust til valda á ný, gætu sett sig í spor nautsins í flaginu eða fílsins í glervörubúðinni og rústað þessari mikilvægu atvinnugrein. Ekki man ég betur en að í þreifingum á þingi um sáttatillögur í sjávarútvegi séu menn að tala um 15-20 ára veiðiréttindi. Úrtölumenn eins og Helgi Hjörvar eiga vonandi ekki upp á pallborðið hjá alþýðu þessa lands. Það er bjart yfir íslenskum landbúnaði og bændastéttinni og það er vel.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.3.2015 | 00:21
Strætó-Reynslusaga
Stöku sinnum tek ég strætó úr uppsveitum Kópavogs og niður í bæ. Það er sjaldnast fréttaefni nema þá til að slá sér upp í umhverfisbransanum. Í dag fannst mér upplagt að skeiða með strætó niður í Hörpu til að heiðra bændur við setningu búnaðarþings og upplifa Fæðu og Fjör sem er skemmtileg uppákoma. Strætó á leið 28 var tímanlega við Breiðahvarf kl 11:09 og ekki þurfti að kvarta undan þrengslunum. Ég hafði hann bara fyrir mig alla leið niður í Mjódd, enginn annar þurfti að nota þennan strætó og því gekk ferðin greiðlega og ég mættur á skiptistöð 11:15. Þar ætlaði ég að kaupa mér 10 miða kort í afgreiðslunni en nei takk, á sunnudögum er húsið ekki opnað fyrr en kl 12:30. Og þetta er önnur mesta skiptistöð borgarinnar á eftir Hlemmi. Merkileg uppgötvun í ljósi þeirra áherslna sem meirihluti borgarstjórnar hefur á almenningssamgöngum. Þarna hafa sem sagt farþegar þurft að híma utandyra í "blíðunni" frá áramótum allt upp í 5-6 mínútur. Og enginn virðist kvarta, ekki sést það í fjölmiðlum. Manni dettur helst í hug að farþegar taki bara Íslendinginn á þetta, bíti á jaxlinn og bölvi í hljóði. Finnist ef til vill ekki rétt að trufla strætó við að ná upp um sig við að þjóna þeim fötluðu eins og þeir eiga skilið. Niður í bæ komst ég ókalinn, þökk sé blíðu dagsins, en þegar heim var haldið kárnaði gamanið á ný. Þegar út af hitahlöðum Hörpu kom var bara eitt glærusvell á gangstígum við Geirsgötu og svo meðfram Kalkofnsvegi alla leið á stoppistöð á Lækjartorgi. Aðeins komu auðir kaflar þar sem bílum var ætlað út af bílastæðum og svo á gangbrautum. Leið 3 var orðin 5 mín. of sein á Lækjartorgi, rétt nýlögð af stað frá tímajöfnun á Hlemmi. Þegar ég hafði orð á því við bílstjórann sagðist hann hafa verið að taka við vagninum á Hlemmi og hann hefði verið orðinn svona seinn að tímajöfnun dugði ekki til, já á sunnudegi, hugsa sér. Það fór náttúrulega þannig að þrátt fyrir greinilegan vilja bílstjórans að vinna upp seinkunina og að ég tæki á sprett til að ná leið 28 í Mjoddinni þá sá ég á eftir honum síga af stað svona 50 metrum á undan mér og ekki sá hann til mín þrátt fyrir góða tilburði mína. Þetta mundi kosta hálftíma bið og mér var ekki skemmt. En bíðið við! enn er til ungt og umhyggjusamt fólk í henni veröld. Tvær ungar stúlkur voru að aka vini sínum í Herjólfsrútuna og sáu ófarir mínar, vinda upp hurð og bjóða mér far. Ekkert spurt um hve langt, bara gæskan. Þær voru hafnfirskar og báðar í MS. Þetta gladdi gamlan skólameistara ósegjanlega og jók enn trú mína á ungu kynslóðinni.
En borgaryfirvöld þurfa að taka til í sínum ranni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.11.2014 | 14:08
Ólafur Ragnar neitar að hætta
Hvað meinar mbl.is eiginlega með því að apa þessa ruglfrétt um forseta Íslands eftir Washington Post. Er það að reyna að koma sér fyrir á stalli með DV? Mætti ég biðja um eitthvað bitastæðara úr Hádegismóum.
Ólafur Ragnar neitar að hætta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.8.2014 | 16:11
Bjarnarborg heitir húsið
Talið að kviknað hafi í út frá rafmagni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.12.2012 | 12:45
Vetrarsólhvörf
Daginn tekið að lengja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)